Fréttir

Drekaleikurinn

Drekaleikurinn í Furudal byrjar þann 5. október.

Þá breytast nemendur og starfsfólk skólans í þorpsbúa, engla og dreka. Leikarnir hefjast eftir morguntíma, um 10:30 og standa fram að loki skóladags út vikuna.

Mörg handtök eru unnin í að byggja einföld hús, gera hlóðir, kveikja elda, baka pinnabrauð, tálga fagra hluti, jurtalita ullarband og ekki síst að leita að drekagullinu og berjast fyrir hið góða með samstarfi og hugrekki að leiðarljósi.

Á síðasta degi, föstudegi, leggjast svo allir á eitt um að ráða niðurlögum drekaveldisins með því að slá hring í kringum drekana og syngja saman þannig að þeir umbreytist í manneskjur.