Fréttir

Föstudagspóstur

Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar hérna í Lækjarbotnum. Skólastarfið byrjar vel og höfum við nú þegar verið með vel heppnaða bekkjarferð 4. – og 5. bekkjar og frábæra Furudalsviku þar sem drekinn var sigraður með vináttu, samvinnu og þrautseigju að vopni.

Sundkennslan hófst í vikunni en hún fer fram í Kópavogslaug, en sundkennslan fer fram á hverjum miðvikudegi e.h.

Frej og Hjalte, framhaldsskólanemar frá Svíþjóð, verða hérna hjá okkur í starfsnámi fram að haustfríi.

Í öðrum fréttum, en fyrsta fréttabréf  Waldorfskólans í Lækjarbotnum er hér! Foreldrar og forráðamenn fá fréttabréfið sent gegnum Námsfús síðasta föstudags hvers mánaðar þar sem við tökum saman þau helstu atriði sem á okkar daga hafa drifið og einnig sem framundan er í skólastarfinu. Helsta markmiðið með fréttabréfinu er að upplýsingar til forelda berist nú  með skýrari hætti og skapi jafnvel skemmtilegar umræður heima fyrir.

Við hjá Waldorskólanum viljum bjóða sérstaklega velkomna nýja nemendur og foreldra og hlökkum til samstarfsins í vetur.