Luktarhátíðin okkar verður haldin á morgun, þriðjudaginn 8. nóvember.
Hátíðin er tileinkuð heilögum Marteini, hann er ímynd samúðar og gjafmildi. Marteinn deildi skikkju sinni með fátækum betlara á köldu vetrarkvöldi. Ljósin sem kveikt eru á þessum árstíma tákna innra ljós okkar og styrk. Við tökum ljós sumarsins með okkur inn í veturinn og varðveitum hann innra með okkur sem sálarljós. Ólíkt Michaelhátíðinni er þessi hátíð haldin í þögn og andakt. Við syngjum á meðan við göngum og hittum á leiðinni heilagan Martein og betlarann.
Þetta er hátíð með foreldrum og í lokin komum við saman á einum stað, fáum heitan drykk og smákökur.