Fréttir

Opið hús 25. maí, blómasala og vöfflukaffi

Laugardaginn 25. maí verðum við með opið hús frá 13-16. Fólki býðst að spjalla við kennara og forvitnast um starfið og stefnuna. Í nýja gróðurhúsinu okkar verða sumarblóm til sölu og vöfflukaffi í leikofanum þar sem sjötti og sjöundi bekkur eru að safna fyrir bekkjarferðum sínum sem farnar eru á hverri önn. Tilvalið tækifæri til að kynnast töfrum Lækjarbotna og eiga notalegan dag rétt við bæjarmörkin.