Fréttir

Opið hús og ævintýraleikur

Laugardaginn 3. júní verður opið hús og ævintýraleikur í Lækjarbotnum frá 13 til 15. Foreldrum og börnum býðst að spjalla við kennara og forvitnast um starfið og stefnuna. Frá kl. 13-14 verður skellt í stuttan ævintýraleik fyrir börn 6 ára og eldri. Þátttaka í leiknum kostar 2.000 krónur og fer það sem safnast í að kaupa fjölærar plöntur fyrir svæðið.  Samtímis verður 5. og 6. bekkur skólans með blóma (sumar og inniplöntur) og kaffisölu á svæðinu. Tilvalið tækifæri til að kynnast töfrum Lækjarbotna og eiga notalegan dag rétt við bæjarmörkin.