Nú standa yfir þemadagar og lýkur þeim á föstudag. Á þemadögum haustannar eru haldnir handverksdagar þar sem unnir eru ýmsir munir fyrir jólabasarinn. Allir nemendur skólans koma saman og skiptast niður í hópa þvert á árganga. Markmiðið er meðal annars að styrkja félagsleg tengsl á milli aldurshópa. Verkefnin eru fjölbreytt og endurspegla áherslur skólans í efnis- og verkefnavali. Ýmsir fallegir munir verða til á þemadögum og vel er vandað til verka, afrakstur verður seldur á hinum árlega jólabasar Waldorfskólans, laugardaginn 12. nóvember næstkomandi.
Þemadagar 18.-21. október
19
okt