Í byrjun árs 2024 fékk Waldorfskólinn í Lækjarbotnum aðild að Erasmus+, sem opnaði á þann möguleika á að sækja um styrki fyrir nám, fræðslu og samstarf.
Skólinn sótti um styrk í flokknum „Nám og þjálfun“ til að efla fræðslu fyrir bæði kennara og nemendur sem hefur skapað tækifæri til faglegs og menningarlegs vaxtar.
Verkefni styrkstímabilsins 2025:
Ágúst 2024
Endurmenntun kennara og starfsfólks á Oslókúrsinum í Noregi
September 2025
Sérfræðingafræðsla frá Noregi
Godi Keller kennsluráðgjafi, sérfræðingur í Waldorffræðum og fyrirlesari frá Noregi.
Janúar 2025
Vettvangsheimsókn/Svíþjóð
Snorri Sigurðarson Hertervig heimsótti Eld och Lera og Idunskolan og kynnti sér umhverfisvænan og náttúrulegan efnivið fyrir smíða- og handverkskennslu ásamt fyrirkomulagi stuðningskennslu.
Janúar 2025
Sérfræðingafræðsla frá Þýskalandi
Britta Schmith kennslu-, lestrar- og sérkennsluráðgjafi frá Haager Kreis, heimssamtökum Waldorfskóla kom í heimsókn í Lækjarbotna.
Apríl 2025
Vettvangsheimsókn/Noregur
Ívar Brand Hollanders heimsótti Ålesund Steinerskólann og kynnti sér bekkjarstjórnun hjá umsjónarbekkjum með blönduðum árgöngum og stjórnun lítilla Waldorfskóla.
Júní 2025
Finnland/Fræðslu- og menningartengslaferð
9.-10. bekkur fór í ferð til Helsinki
Ágúst 2025
Endurmenntun kennara og starfsfólks á Oslókúrsinum í Noregi