Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á mánudag vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda.
Þannig á að gefa starfsfólki svigrúm að skipuleggja breytt skólahald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins. Skóla- og frístundastarf hefst svo með breyttu sniði aftur á þriðjudag. Menntamálaráðherra kynnir reglugerð um breytingar á skólahaldi vegna hertra samkomutakmarkana á morgun.
Við munum senda foreldrum og forráðamönnum fyrirkomulag næstu vikna á mánudag að starfsdegi loknum.
Starfsfólk Waldorfskólans Lækjabotnum