Hátíðir

Drekaleikurinn

Drekaleikurinn fer fram í Furudal, undir skugga Drekaskógarins sem er í nágrenni skólans. Leikurinn varir í heila viku og allir nemendu og kennarar taka þátt. Í Drekaleiknum verður til lítið þorp í Drekadal þar sem þorpsbúar sinna ýmsum verkefnum svo sem að baka brauð, elda mat, lita ullarband, tálga og gæta elds og bús.

Í Drekaskógi eru drekarnir ógurlegu og þangað fara hugrakkir riddarar í leit að frægð og frama. En drekarnir verða ekki sigraðir fyrr en drekagullið finnst og þorpsbúum tekst að umkringja þá með söng.