Fréttir

Dugnaðarforkur

Magnea Tómasdóttir foreldri nemenda í skólanum fékk viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu fyrir að hafa stutt ötullega við skólastarf  í Waldorfskólanum með tíma sínum og vinnuframlagi. Magnea hefur undanfarin ár stutt sérstaklega við stærstu fjáröflun skólans, jólabasarinn, með skipulagsvinnu og framkvæmd basarsins í samstarfi við foreldra og starfsfólk. Hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir foreldra og sýnir í verki mikinn kraft í foreldrastarfi skólans. Henni er annt um foreldra og starfsfólk og leggur sig fram við að hlúa að umhverfi skólans sem og velferð og vellíðan nemenda.