Fréttir

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2022

Fimmtudaginn 19. maí hlaut skólinn Foreldraverðlaun 2022 frá Heimili og skóla. Verðlaunin voru veitt fyrir vinnudaga foreldra og gróðursetningu plantna á skólasetningu.

Á hverju ári við skólasetningu leggur skólinn til trjáplöntur sem eru gróðursettar af nemendum og foreldrum. Þannig hefur skólasamfélagið í Lækjarbotnum grætt upp Lækjarbotnaland í rúm 30 ár og sýnt hverjum nemanda og foreldri að allt skiptir máli þegar græða á upp landið. Veðurfar í Lækjarbotnum hefur breyst í tímans rás eftir því sem trjáplönturnar vaxa og dafna. Tveir vinnudagar eru teknir í verkið fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Mikil og góð samstaða myndast á þessum dögum, nemendur taka virkan þátt á þessum dögum undir handleiðslu foreldra, kennara og starfsfólks. Með samveru og samstarfi nemenda, foreldra og starfsfólks verða samskiptin opnari og traust eykst á milli aðila.

Verðlaunin eru okkur góð hvatning að halda áfram að gera góða hluti sem skólasamfélag.