Fréttir

Efnilegur rithöfundur

Nemandi í 5. bekk Waldorfskólans í Lækjarbotnum var valinn úr tæplega 200 nemenda hópi til að vera með smásögu í smásagnarbók ásamt öðrum 5. bekkingum úr grunnskólum Kópavogs. Vatnsdropinn var með ritsmiðjur í Gerðarsafni og Bókasafni Kópavogs í október 2021.

Vatnsdropinn er sjálsfstætt, alþjóðlegt samstarfsverkefni Kópavogs við H.C. Andersen safnið í Óðinsvéum í Danmörku, Múmínsafnið í Tampere í Finnlandi og Ilon’s Wonderland safnið í Haapsalu í Eistlandi

Kópavogur hefur hlotið viðurkenningu UNICEF sem barnvænt samfélag og fellur Vatnsdropinn vel undir það. Að bæta aðstæður barna og tryggja að ávallt sé tekið tillit til réttinda þeirra er ekki eina markmiðið, einnig er það við gerð stefnu, verkefna eða ákvarðanatöku. Börnin sem taka þátt í verkefnum Vatnsdropans fá að ráða ferðinni og taka virkan þátt í ákvarðanatöku sem snúa að menningarverkefnum.