Fréttir

„ER ÉG AÐ GERA VEL Í LÍFINU?“

mynd sem birt var með greininni í tímariti TUM

„ER ÉG AÐ GERA VEL Í LÍFINU?“ SIÐFRÆÐI OG SJÁLFSÞEKKING Í GÍSLA SÖGU SÚRSSONAR

Svo hljóðandi er titill greinarinnar sem Þóra Björg Sigurðardóttir, íslenskukennari skólans skrifaði í TUM (Tímarit um uppeldi og menntun).  Þegar leitað er að námsefni fyrir unglinga til að hjálpa þeim að skilja tilveru sína eða efla innra og ytra líf  þá er saga Gísla Súrssonar líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í huga margra. Rannsókn Þóru snerist um að fá svör hvernig Íslendingasaga hjálpi unglingum að skilja sitt eigið siðferði.

Fyrir áhugasama þá er hægt að lesa greinina hér.