Hefð er fyrir því að nemendur, kennarar og foreldar noti haustmánuði í alls kyns vinnu á handverki sem er síðan til sölu á jólabasar í fallega dalunum okkar í Lækjarbotnum. En nú verður brotið blað í þeirri hefð þar sem aðstæður í samfélaginu eru nokkuð frábrugðnar því sem við erum vön. Basarinn verður því í formi vefbasars og því fáum við enga gesti til okkar í Lækjarbotna þetta árið. Basarinn er einnig eina og þannig stærsta fjáröflun skólans. Ávallt hefur verið margt í boði á basar, happadrætti, barnakaffihús, kaffihlaðborð, brúðleikhús, kynning á svæðinu og ýmislegt fleira. Margir koma ár hvert á basarinn og byrja þanning aðdraganda jóla og aðventu. Við stefnum því ótrauð áfram og stefnum á að á vordögum þegar létta fer á öllu að bjóða í skemmtilegan dag í Lækjarbotnum , en skólinn er einmitt á sínu 30. starfsári. Hér í hægt að fara beint inná vefbasarinn og þannig skoða og versla fallegt handverk. Með fyrirfram þökk fyrir skilninginn og þitt framlag með því að versla á vefbasar þetta árið.