Fréttir

Kynbundið ofbeldi og ábyrgð skólans

Skólastjóri fór á ráðstefnuna „Kynbundið ofbeldi og ábyrgð skólans“ sem Stígamót stóð fyrir föstudaginn var. Ráðstefnan var haldin í tengslum við átakið Sjúkást og er sérstaklega sniðin að því starfsfólki sem er í forsvari fyrir forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi ungmenna í grunn- og framhaldsskólum. Á ráðstefnunni var þetta rætt ásamt, hver er fræðsla til nemenda og kennara, viðbrögð við því þegar brot koma upp og hvaða hlutverki skólinn gegnir.