Fréttir

Opið fyrir umsóknir

Í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum byggir skólastarfið á uppeldis- og kennslufræði Rudolf Steiners um alhliða þroska nemandans. Jöfn áhersla er lögð á vitsmunalegan, tilfinningalegan og líkamlegan þroska barnsins. Í kennslu er notast við listræna og verklega nálgun. Úti- og upplifunarnám á stóran sess í skólanámsskrá Waldorfskólans. Nemendur fá að njóta lífræns matargerðar.