Nemendur, aðstandandendur og starfsfólk safnast saman að hausti og kennarar taka á móti nemendum sínum og bjóða þá velkomna. Elstu nemendur skólans færa 1. bekkingum lítinn blómvönd sem samanstendur af villtum plöntum sem tákna þá hæfileika og dyggðir sem eiga eftir að þroskast með nemendunum á þeirri vegferð sem skólagangan er. Athöfnin á sér stað að öllu jöfnu utandyra, en nemendur fylgja kennurum sínum í skólastofur á meðan foreldrar og annað starfsfólk skólans safnast saman í sal skólans og fara yfir hagnýt atriði í upphafi skólaárs.
Að lokum hittast allir úti á skólálóðinni og gróðursetja trjáplöntur í tilefni upphaf nýs skólaárs.