Skólaslitin verða haldin hátíðleg fimmtudaginn 10. júni, klukkan 15:00.
Nokkur atriði sem allir eru vinsamlegast beðnir um að hafa í huga:
Varðandi bílastæði – ekki leggja niður við skólahúsið, af því að leikskólarútan þarf að keyra í gegnum svæðið. Fleiri bílastæði eru m.a. við Skemmuna.
Við afhendingu ársbréfa – aðeins klappa fyrir hverjum bekk en ekki fyrir hverjum nemanda.
Áður en heim er haldið sækið úr skólastofunum vinnubækur og verkefni barna ykkar, og takið með heim, ásamt öllum fötum og skóm þeirra.
Eftir athöfnina verður kaffi, te og meðlæti, og eru allir beðnir um að koma með köku, brauðmeti eða eitthvað gott á hlaðborðið.